Alþjóðlegur baráttudagur launafólks verður haldinn hátíðlegur með dagskrá á Akureyri og í Fjallabyggð fimmtudaginn 1. maí.
Í ár fylkjum við liði undir kjörorðunum Við sköpum verðmætin og hvetjum við félagsfólk til þess að sýna samstöðu með því að fjölmenna í kröfugöngu og taka þátt í hátíðardagskrá.
Dagskrá á Akureyri 2025
Kröfuganga og hátíðardagskrá á Akureyri fimmtudaginn 1. maí
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir atriði úr söngleiknum um Galdrakarlinn í OZ
Karlakór Akureyrar - Geysir tekur lagið
Boðið verður upp á kaffihressingu að dagskrá lokinni. Pylsur, safi og andlitsmálning fyrir börnin.
Dagskrá í Fjallabyggð 2025
Frá þessu segir á heimasíðu Einingar-Iðju, www.ein.is