„Þetta er hrein þjónusta við íbúa og það kostar ekkert að koma hérna inn“

Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnastjóri fluttist til Húsavíkur til að stýra Hraðinu Nýsköpunarmiðs…
Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnastjóri fluttist til Húsavíkur til að stýra Hraðinu Nýsköpunarmiðstöð Húsavíkur og Fab Lab Húsavíkur. Hann hefur haft í nógu að snúast og vonast til Fab Lab smiðjan verði opnuð í byrjun næsta mánaðar. Mynd/epe

- Segir Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnastjóri um nýja hátæknismiðju sem opnar á Húsavík í febrúar

Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarið við stækkun þekkingarsetursins á Húsavík, undir forystu Þekkingarnets Þingeyinga (ÞÞ). Langanes ehf. festi á síðasta ári kaup á Hafnarstétt 1 af Steinsteypi ehf. en fyrir átti Langanes núverandi húsæði ÞÞ að Hafnarstétt 3. Það er Bjarni Aðalgeirsson, fyrrum útgerðarmaður sem er maðurinn á bak við Langanes. Í kjölfarið var gerður langtíma leigusamningur við ÞÞ.

Með stækkuninni verður til ein heild úr núverandi húsnæði að Hafnarstétt 3 og yfir í neðri hæð Hvalasafnsins að hafnarstétt 1, með viðbyggingu á milli. Tengibyggingin  verður úr glereiningum, en hönnuður í verkefninu er Arnhildur Pálmadóttir arkítekt. Aðalinngangur verður um þessa glerviðbyggingu,  en  samanlagt verður húsnæðið um 1000 fermetrar. Frá opnun verður þarna um 30 manna vinnustaður, með fleira starfsfólk á álagstímum. Sannkallaður suðupottur þekkingar og nýsköpunar.

 Stefnt að opnun í vor

Þegar blaðamaður Vikublaðsins leit við á dögunum var Stefán Pétur Sólveigarson á öðru hundraðinu við undirbúning en hann er verkefnastjóri hjá Hraðinu Nýsköpunarmiðstöð og Fab-Lab Húsavík. Stefán segir að stefnt sé að opnun heildarverkefnisins á vormánuðum, en hlutar húsnæðisins verði þó teknir í notkun fyrr, t.d. Fab Lab Húsavík.

„Þetta mun allt tengjast þessari tengibyggingu sem kemur hér á milli. Hún náttúrlega gerir þetta að miklu meira húsi, einni stórri heild. Þessi glerbygging verður í raun hjartað í allri starfsemi sem verður í þessum tveimur húsum,“ útskýrir Stefán.

Auk starfsmanna ÞÞ verða Náttúrustofa Norðausturlands,  SSNE og Rannsóknasetur Háskóla Íslands með fastar starfsstöðvar í húsinu og þá bætist Hvalasafnið einnig við en starfsfólk þess verður með matar- og kaffiaðstöðu í húsinu og með aðgang að fundarsölum, Fab- labinu, Hraðinu og sérfræðingum innanhúss. 

Stefán segir að þó mikið sé búið að gera nú þegar þá séu ófá handtökin eftir enn, áður en nýja aðstaðan verður opnuð. „Hér eru svo ótrúlega mörg handtök sem þarf að gera,“ segir hann og lítur í kringum sig. „Fyrir utan, að þegar búið er að gera allt sem viðkemur framkvæmdum þá þarf að tengja allt og fínstilla öll tæki; þrívíddarprentara, vínyl- og laserskera og aðrar vélar. Við erum að vonast til að geta opnað þann hluta fyrripart febrúar.“

 Ókeypis þjónusta við íbúa

Hafnarstétt

Neðri hæð Hafnarstéttar 1 og Hafnarstétt 3 þar sem Þekkingarnet Þingeyinga hefur um árabil verið til húsa verður tengt saman með fallegri glerbyggingu. Úr verður öflug heild sem mynda suðupott þekkingar og nýsköpunar í hjarta Húsavíkur. Mynd/epe.

 Fab-lab smiðja er þekkt hugtak af tiltekinni gerð af frumkvöðlatækni smiðju. Um er að ræða vinnustofu með ákveðinni tegund af tækjabúnaði. „Fab-lab er hátæknismiðja eða það er hægt að kalla þetta hátækniskóla og smiðju. Þetta verður opið fyrir alla, þetta er ekki eitthvað fyrirtæki sem þú borgar þig inní. Þetta er hrein þjónusta við íbúa og það kostar ekkert að koma hérna inn. Hér verður hægt að læra á tækin í Fab-lab sem öll eru tölvustýrð,“ segir Stefán og bætir við það sé ótrúlega dýrmætt fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki að hafa aðgang að slíkri smiðju. Aðal málið við Fab-lab er að hér er fullt af tækjum sem fólk  á almennt ekki auðvelt með að komast í. Þetta eru dýr tæki sem stjórnast af tölvum. Eins og þrívíddarprentarinn, tölvustýrð fræsivél og vínylskerinn og allt dótið hérna. Auðvitað verða hér líka handverkfæri en þau eru í raun stuðningur við þessi flóknari tæki, ef þú þarft t.d. að pússa, mála eða spreyja, merkja eða alls konar,“ útskýrir Stefán.

 Tækifæri fyrir skólana

Skólarnir á svæðinu  munu njóta góðs af hátæknismiðju ÞÞ sem verður opin fyrir krakka frá grunnskólaaldri upp í framhaldsskóla. „Fyrir krakka er þetta einfaldlega tæknikennsla; að kunna og þekkja tæki sem framleiða allt mögulegt í dag,“ segir Stefán 

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast