Opnun og leiðsögn myndlistarsýningar Gunnars Kr.

Myndlistarsýning myndlistarmannsins Gunnars Kr. Formglíma blek og blý opnar í Hofi laugardaginn 27. ágúst kl. 16 í Menningarhúsinu Hofi.

Gunnar Kr. er fæddur árið 1956 og hefur fengist við margvísleg störf auk myndlistarinnar. Hann er járnsmiður, rak lengi auglýsingastofu og hefur fengist við smíðar, svo fátt eitt sé nefnt. Síðustu þrjá áratugi hefur hann unnið að list sinni með ólíkum og fjölbreyttum efnum og tækni. Hann teiknar með blýanti, málar með akríl á striga eða með litum og bleki á handgerðan pappír. Vinnur í stál, steypu, gifs eða tré. Hann fer eldi um tréskúlptúra sína svo þeir sortna. Einnig mótar hann pappírsskúlptúra af ýmsum stærðum eftir að hafa litað pappírinn svartan. Svartan eins og hamrastál í dimmviðri.

Í tilefni Akureyrarvöku mun myndlistarmaðurinn leiðsegja gestum um sýninguna sína á sunnudaginn, 28. ágúst kl. 13. Öll velkomin.

Sýningin er opin á opnunartíma Hofs og stendur til 31.oktober 2022.


Athugasemdir

Nýjast