Mikil umferð um Akureyrarflugvöll s.l. daga

Flugvél Smartwings á hlaðinu á Akureyrarflugvelli í morgun.   Myndir  Ingvar
Flugvél Smartwings á hlaðinu á Akureyrarflugvelli í morgun. Myndir Ingvar

Mikil umferð hefur verið um Akureyrarflugvöll síðustu daga,  áætlunarflug, sjúkraflug, einkaþotur og töluverð þyrluumferð.

Í gærmorgun var beint flug frá Akureyri til Prag á vegum ferðaskrifstofunnar Aventura  Nú í morgun fóru tvær vélar frá Akureyri til Prag, en þær voru á vegum Kompaní ferða.

Í dag hafa á sjötta hundrað farþega farið um flugstöðina.

Frá þessu segir á Facebooksíðu Akureyrarflugvallar

 


Athugasemdir

Nýjast