Þorgeir Tryggvason ríður á vaðið í Lesandanum og segir okkur frá uppáhalds bókunum sínum.
Húsvíkingurinn Þorgeir Tryggvason er Lesandi vikunnar. Þorgeir starfar sem hugmynda- og textasmiður hjá Hvíta húsinu, hann hefur um langt skeið verið fastur álitsgjafi í Kiljunni. Þá hefur hann líka fengist við önnur ritstörf, einkum leikritun, sem og tónsmíðar og tónlistarflutning en hann er í hljómsveitinni Ljótu Hálfvitarnir.
Uppáhalds bók eftir erlendan höfund?
Hamlet – William Shakespeare
Hristir upp í hausnum á manni, bæði vitsmunum og tilfinningum, á einstakan hátt. Merkilegasta skáldverk allra tíma.
Uppáhalds bók eftir íslenskan höfund?
Salka Valka – Halldór Laxness
Besta skáldsaga Halldórs. Það var opinberun að lesa Sölku í fyrsta sinn fyrir nokkrum vikum. Hélt alltaf að ég hefði lesið hana, en það reyndist vera Gugga frænka og uppfærsla LH 1984 sem sat svona fast í minninu.
Fyndnasta bókin?
Enginn venjulegur lesandi – Alan Bennett
Elísabet Englandsdrottning villist inn i bókabíl og ánetjast lestri með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir hið sameinaða konungsveldi. Stórkostleg skemmtun eftir besta son Leeds-borgar utan Elland Road.
Sorglegasta bókin?
Pobby og Dingan – Ben Rice
Alltof fáir þekkja þessa litlu áströlsku perlu um litla stúlku og ósýnilegu vini hennar.
Besta spennu/hrollvekju bókin?
The Stand – Stephen King
Ég er einarður King-aðdáandi og þessi ofvaxna heimsendalýsing er engu lík. Í krimmum er það svo Robert B. Parker.
Besta barnabókin?
Ottó nashyrningur – Ole Lund Kierkegaard
Ole Lund kom með pönkið inn í skandinavíska barnabókaheiminn og skákar þannig Saltkráku Astridar og Örlaganótt Tove. Meira pönk!
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?
Síðustu dagar Sókratesar – Platón
Ástæða þess að ég hætti við að læra efnafræði og fara frekar í heimspeki með ómældum afleiðingum fyrir allt mitt líf. Hún er örugglega enn til á bókasafninu – lesið hana ef þið þorið.
Ef þú myndir skrifa bók, hvernig bók yrði það?
Þættir af einkennilegum Húsvíkingum
Íslenski sagnaþátturinn, það sem stundum er kallað „þjóðlegur fróðleikur“ er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann er líka í útrýmingarhættu, svo ætli ég myndi ekki reyna að feta í fótspor Sverris Kristjánssonar, Magnúsar frá Syðra-Hóli og annarra genginna snillinga formsins.
Leikskólinn Krummafótur á Grenivík fagnaði 25 ára afmæli nýverið. Af því tilefni var opið hús í leikskólanum og var gestum og gangandi boðið upp á kaffi og afmælisköku.
Sigurbjörg Ingvadóttir notandi í dagþjálfun á Hlíð afhenti fullan poka af fallegum sjúkrabílaböngsum til sjúkraflutningamanna nú fyrir skemmstu. Sibba, eins og hún er
B.Jensen vormót Óðins var haldið í blíðskaparveðri í Sundlaug Akureyrar laugardaginn 17. Maí. Keppendur voru 62 frá Óðni auk 1 frá Sundfélaginu Rán á Dalvík. Yngstu keppendurnir voru fæddir 2016 og 2017 en þau fóru flest að taka þátt í fyrsta sinn. Það er skemmst frá því að segja að þau stóðu sig frábærlega vel þrátt fyrir að hafa velflest aldrei stungið sér af startpalli, þar sem enginn slíkur er í Glerársundlaug, þar sem grasrótarstarf Óðins fer fram.
Í tilkynningu sem Hreinn Halldórsson, staðarhaldari, og listasmiður í Odddeyrargötu 17 sendi frá sér kemur fram að Ævintýragarðurinn hans sem er eitt að djánsum bæjarins opnar fyrir almenning 20. mai sem er á morgun þriðjudag.
Já vorið er sú árstíð sem ég elska mest. Sennilega er það líka ljótasta árstíðin. Allt skítugt, grasið gulbrúnt, tré og runnar berir. En svo breytist allt á augabragði. Og daginn sem sólgulur fífill brosir við mér, feit hunangsfluga flýgur framhjá, eða kónguló spásserar yfir borðið sem ég sit við, þá hellist þessi barnslega gleði og tilhlökkun vegna sumars sem er í vændum yfir mig. En besta vormerkið er án efa að það birtir.
„Þetta er ein hraðasta íþrótt í heimi. Ég hef lýst henni á þann veg að leikmaður er í 100 metra hlaupi á fullum hraða, gefi allt í sprettinn, með 10-15 kg aukalega á sér ásamt því að tveir menn hangi á honum. Það þarf að huga að kylfu og hvar pökkurinn er auk þess sem farið er um á örmjóu blaði. Íshokkí reynir mjög mikið á leikmenn, þeir þurfa að vera í góðu formi, sterkir og hafa gott jafnvægi,“ segir Jónína Margrét Guðbjartsdóttir. Hún var ein af þeim konum sem tók þátt í að stofna kvennalið Skautafélags Akureyrar fyrir 25 árum og er enn að, spilar með og þjálfar að auki U16 kvenna hjá félaginu
„Það eiga margir góðar minningar um þessa verslun,“ segir Helen Jónsdóttir en gamla góða búðin í Vaglaskógi var jöfnuð við jörðu nýverið. Allt var tekið nema hellan fékk að vera og væntir Helen þess að eitthvað verði gert á staðnum. „Vonandi verður settur upp fallegur áningarstaður þarna, með borðum og bekkjum og jafnvel skilti sem greinir frá sögu verslunarinnar.“
Gengið verður til samninga við lægstbjóðenda, Finn ehf í gerð tveggja stíga á Akureyri, Hamrastígs og Kirkjugarðsstígs, en fyrirtækið átti lægsta boð í bæði verkin.