Börnin fengu að spreyta sig á æfingu með landsliðinu. Mynd/epe
Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum er nú á hringferð um landið og heldur fimleikasýningar víðsvegar um landið. Á sunnudag var fimleikahópurinn staddur á Húsavík og bauð til sannkallaðrar veislu fyrir skilningarvitin í íþróttahöllinni.