Dagskráin 22 janúar - 29 janúar Tbl 3
Helena og Miguel best í blakinu
16. maí, 2019 - 08:17
Íþróttir
Helena Kristín Gunnarsdóttir og Miguel Mateo Castrillo voru valin bestu leikmenn KA í blaki á nýafstöðnu tímabili. KA náði þeim sögulega árangri í vetur að vinna þrefalt í bæði karla-og kvennaflokki og spiluðu þau Helena og Miguel lykilhlutverk í liðinu. Miguel var stigahæsti leikmaður Mizuno-deildar karla og Helena var fjórða stigahæst kvennamegin.
Nýjast
-
Rauði krossinn á Akureyri í 100 ár
- 24.01
Árið 2013 sameinuðust Akureyrar-, Dalvíkur, Ólafsfjarðar- og Siglufjarðardeildir og hlaut sameinuð deild heitið Eyjafjarðardeild -
Fjögur hlutu heiðursviðurkenningu Fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar
- 24.01
Á íþróttahátíðinni sem Akureyrarbær og ÍBA stóðu fyrir í Hofi í gær voru fjórir einstaklingar heiðraðir af Fræðslu-og lýðheilsuráði bæjarins fyrir ómetanleg störf í þágu íþrótta í bænum. -
Femínísk fræðikona og fjallageit
- 24.01
„Búmerang frá Akureyri gæti verið yfirskrift æviminninga minna,“ segir Bergljót og útskýrir betur: „Ég fæðist á Akureyri, en fjölskyldan býr síðan á Ísafirði fyrstu æviárin mín. Þá flytja þau aftur til Akureyrar þar sem ég bý til 14 ára aldurs, þegar foreldrar mínir flytja til Boulder í Colorado sem var afar dýrmæt reynsla sem gaf mér tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn.“ Bergljót flutti svo aftur til Akureyrar með fjölskyldunni og kláraði stúdentspróf við Menntaskólann á Akureyri. -
Listasafnið á Akureyri: Þrjár sýningar opnaðar á laugardaginn kl. 15
- 24.01
Laugardaginn 25. janúar kl. 15 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Hulda Vilhjálmsdóttir – Huldukona, Kristján Guðmundsson – Átta ætingar og Þórður Hans Baldursson / Þórunn Elísabet Sveinsdóttir – Dömur mínar og herrar. Boðið verður upp á listamannaspjall með Huldu, Þórði og Þórunni kl. 15.45. -
Eining-Iðja Nýr samningur við Heilsuvernd samþykktur
- 24.01
Nýlega var skrifað undir nýjan heildstæðan kjarasamning til fjögurra ára við Heilsuverndar Hjúkrunarheimili á Akureyri. -
Súlur Vertical Skíðagangan fer fram um helgina – tilvalin fyrir alla skíðagöngu unnendur!
- 24.01
Súlur Vertical Skíðagangan, sem áður var þekkt sem Hermannsgangan, fer fram laugardaginn 25. janúar og er einstakt tækifæri fyrir áhugafólk á öllum aldri og getustigum til að taka þátt í skíðagöngukeppni. Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn, hraður eða hægur, ungur eða aldinn, þá er þessi keppni vettvangur fyrir þig! -
Sandra María Jessen og Alex Cambray Orrason íþróttafólk Akureyrar 2024
- 23.01
Þau Sandra María Jessen knattspyrnukona í Þór/KA og Alex Cambray Orrason kraftlyftingamaður í KA voru nú síðdegis útnefnd sem íþróttakona og íþróttakarl Akureyrar fyrir nýliðið ár í hófi sem fram fór í Hofi. -
Ágúst með nýtt myndband - Eins og þú
- 23.01
Ágúst Þór Brynjarsson er einn af þátttakendum í Söngvakeppni Sjónvarpsins en þar mun hann flytja lagið Eins og þú (e. Like You). Í dag kom út nýtt myndband við lagið sem hægt er að hlýða á neðst í fréttinni. -
Rúm 90% bæjarbúa ánægð með að búa á Akureyri
- 23.01
Ánægja með þjónustu Akureyrarbæjar eykst á milli ára samkvæmt niðurstöðum nýrrar þjónustukönnunar sem Gallup gerði og kynnt hefur verið fyrir fulltrúum sveitarfélagsins.