4. sept - 11. sept - Tbl 36
Akureyringar á verðlaunapalli á Smáþjóðaleikunum
Smáþjóðaleikarnir í karate voru haldnir í San Marínó í lok september en fimm keppendur frá Karatefélagi Akureyrar voru á leikunum sem valdnir voru af landsliðsþjálfurum í Kata og Kumite. Þetta er í fyrsta skipti sem keppendur frá Akureyri keppa erlendis í karate og komust þeir allir á verðlaunapall. Það má teljast ansi góður árangur miðað við að vera að keppa á sínu fyrsta móti erlendis.
Verðlaun voru eftirfarandi: Sóley Eva Magnúsdóttir, Magnea Björt Jóhannesdóttir og María Bergland Traustadóttir enduðu í þriðja sæti í hóp kata. Sóley Eva varð svo einnig í þriðja sæti í einstaklingskata 13ö14 ára. María Bergland tók þriðja sætið í einstaklings kumite 12 ára og Björgvin Snær Magnússon þriðja sætið í einstaklings kumite 13-14 ára. Daníel Karles Randversson varð þriðji í liðakeppni kumite 14-15 ára.
Athugasemdir