Akureyri fær Stjörnuna í heimsókn

Stemningin í Akureyrarliðinu er góð fyrir viðureignina gegn Stjönunni. Mynd: Sævar Geir
Stemningin í Akureyrarliðinu er góð fyrir viðureignina gegn Stjönunni. Mynd: Sævar Geir

Eftir tveggja vikna landsleikjahlé í Olís-deildinni í handbolta hefst fjörið á ný í dag þegar annar hluti deildarkeppninar rúllar af stað.

Akureyri handboltafélag fær Stjörnuna í heimsókn í KA heimilið og ljóst að í boði eru gríðarlega mikilvæg stig fyrir bæði lið og má búast við baráttuleik.

Liðin mættust í Garðabænum í fyrstu umferðinni þann 10. september og eftir hörkuleik vann Stjarnan þriggja marka sigur, en þeir skoruðu einmitt þrjú síðustu mörk leiksins. Á lokakaflanum var það markvörðurinn knái, Sveinbjörn Pétursson sem lokaði markinu og tryggði sínum mönnum stigin. Sveinbjörn lék sem kunnugt er með Akureyri áður en hann fór í víking til Þýskalands og á flest öll félagsmet Akureyrar sem snúa að markvörslu.

Akureyrarliðið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum með meiðsli það sem af er tímabili og spurning hversu vel landsleikjapásan hefur hjálpað mönnum að skríða saman á ný.

Markahæstu menn liðsins það sem af er tímabilsins eru Karolis Stropus 44 mörk, Andri Snær Stefánsson 39, Mindaugas Dumcius 37, Kristján Orri Jóhannsson 26 og Friðrik Svavarsson með 25 mörk.

Leikur Akureyrar og Stjörnunnar hefst í dag, fimmtudag í KA heimilinu en hann verður einnig sýndiur beint á Akureyri TV.

 


Athugasemdir

Nýjast