Yngsti prófessor við HA frá upphafi

Yvonne Höller.
Yvonne Höller.

Dr. Yvonne Höller hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við sálfræðideild Háskólans á Akureyri (HA) frá og með 1. júlí 2020 og er þar með yngsti prófessor Háskólans á Akureyri frá upphafi en hún er 35 ára gömul.  Fram kemur á vef HA að Yvonne hafi verið dósent við sálfræðideild frá árinu 2017 en hún er með doktorsgráðu í sálfræði frá háskólanum í Salzburg.

„Prófessorsstaða Yvonne er mikilvægt skref í eflingu rannsókna á sviði sálfræði við Háskólann á Akureyri og eflingu sálfræðirannsókna í landinu öllu. Árangur Yvonne er einstakur þegar litið er til hversu miklu hún hefur áorkað nú þegar og ljóst er að öflugt rannsóknarteymi hefur myndast innan sálfræðideildar við Háskólann á Akureyri,“ segir á vef Háskólans.


Nýjast