Ýmislegt að sjá og skoða í Skarpi í dag

Þingeyska héraðsmálefnablaðið Skarpur kemur út í dag og víða við. Fjallað er gagnrýni á matvöruverslun á Húsavík og Mývatnssveit og undirskriftalista í tengslum við það. Húsnæðismálin eru í brennidepli. Mærudagar koma að sjálfsögðu við sögu, en þeir hefjast á Húsavík í kvöld. Viddi Greifi skrifar pistil, en Greifarnir fagna 30 ára afmæli með spilamennsku í sínum gamla heimabæ á Mærudögum. Athyglisvert viðtal er í blaðinu við Björgu Árnadóttur þekkingarferðalang um m.a. bók hennar um Mývatn og fólkið við vatnið. Víðir Svansson beinir nokkrum spurningum til ráðamanna í Norðurþingi. Skemmtileg frétt er í blaðinu um fyrsta baðkarið í sögu Húsavíkur sem nú gegnir hlutverki blómakers. Og við sögu koma einnig myndlistarkokkar, fagurhyrndir hrútar, kafarar, kamarorghestablús og staðbundinn stofnstærðarvandi.
Þetta og margt fleira í Skarpi dagsins. JS