Yfir 700 manns á atvinnuleysis- skrá á Norðurlandi eystra

Atvinnulausum heldur áfram að fjölga á landinu en í morgun voru alls 6.869 manns á atvinnuleysisskrá samkvæmt yfirliti frá Vinnumálastofnun. Á Norðurlandi eystra voru 703 á atvinnuleysisskrá, 404 karlar og 299 konur.  

Á Norðurlandi vestra voru 49 manns á atvinnuleysisskrá, 26 karlar og 23 konur. Mun fleiri karlar eru á atvinnuleysisskrá en konur, eða 4.107 karlar og 2.762 konur. Í öllum landshlutum eru fleiri karlar á skrá en konur, nema á Vestfjörðum og Vesturlandi.

Nýjast