Hann sagði að ýmsir hefðu lýst yfir ánægju með tillöguna og svo hefðu aðrir haft ýmislegt við hana að athuga en nokkuð var um nafnlausar ábendingar. Akureyrarbær stóð fyrir kynningu á fyrirliggjandi skipulagshugmyndum á opnum fundi í Amtsbókasafninu á dögunum og var hún vel sótt. Tillögurnar eru kynntar á veggspjöldum í máli og myndum á Amtsbókasafninu og er sú sýning enn í gangi. Áhugasamir geta því enn kynnt sér tillögurnar.