Yfir 60 athugasemdir og ábendingar bárust vegna skipulags miðbæjarins

Alls bárust ríflega 60 athugasemdir og ábendingar við tillögu að nýju deiliskipulagi miðbæjarins á Akureyri. Að sögn Péturs Bolla Jóhannessonar skipulagsstjóra, kemur stýrihópur verkefnisins saman til fundar í dag, mánudag, þar sem farið verður yfir framkomnar athugasemdir og ábendingar.  

Hann sagði að ýmsir hefðu lýst yfir ánægju með tillöguna og svo hefðu aðrir haft ýmislegt við hana að athuga en nokkuð var um nafnlausar ábendingar. Akureyrarbær stóð fyrir kynningu á fyrirliggjandi skipulagshugmyndum á opnum fundi í Amtsbókasafninu á dögunum og var hún vel sótt. Tillögurnar eru kynntar á veggspjöldum í máli og myndum á Amtsbókasafninu og er sú sýning enn í gangi. Áhugasamir geta því enn kynnt sér tillögurnar.

Nýjast