Yfir 18.000 hafa skrifað undir áskorun um Flugvöll í Vatnsmýri

Á föstudagsmorgun setti félagið Hjartað í Vatnsmýrinni af stað undirkriftasöfnun til stuðnings Reykjavíkurvelli á vefnum www.lending.is. Þar er skorað á Reykjavíkurborg og Alþingi að tryggja öllum landsmönnum óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar.

Yfir helgina skrifuðu 18.120 manns undir áskorunina og þar af 10.000 fyrir miðnætti á föstudag.

Ekki er vitað til þess að undirskriftasöfnun hafi áður farið jafn hratt af stað, segir í tilkynningu frá aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar.

Nýjast