Með tilkomu stafrænna hraðamyndavéla hefur skráðum hraðakstursbrotum fjölgað til muna. Um 40% allra hraðakstursbrota sem skráð voru í málaskrá lögreglunnar árið 2008 voru vegna nýtilkominna hraðamyndavéla. Uppsetning vélanna er liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og tilgangurinn sá að draga úr ökuhraða á þjóðvegum og fækka umferðarslysum. Umferðaröryggisáætlun er hluti samgönguáætlunar og vinna samgönguráðuneytið, ríkislögreglustjóri, Umferðarstofa og Vegagerðin að uppsetningu hraðamyndavélanna. Áætlað er að fjölga hraðamyndavélunum í 16 á næstu árum.