Þá höfðu rúmlega 200 manns kosið utanfjörfundar á Akureyri, annars staðar en hjá sýslumannsembættinu og þá aðallega á öldrunarstofnunum bæjarins. Sem fyrr segir hefur kjörstaður á Akureyri fyrir fluttur úr Oddeyrarskóla úr Verkmenntaskólann á Akureyri.
Kosið hefur verið í Oddeyrarskólanum frá árinu 1967 og segir Helgi Teitur Helgason formaður kjörstjórnar á Akureyri að það skrýtnasta við þessar kosningar nú sé að þær fari fram á nýjum stað í bænum. "Við í kjörstjörninni höfum verið að reyna að kynna þessa breytingu og ætlum jafnframt að vera með fleiri í vinnu á kjördag við að leiðbeina fólki á kjörstað. En líkt og kjósendur rennum við alveg blint í sjóinn með hvernig þetta komi til með að ganga. Það geta komið upp einhverjir hnökrar, ekki síst þar sem hér á Akureyri fer fram tvöföld kosning."
Helgi Teitur segir að ekki hafi verið hægt að bíða með að flytja kjörstaðinn úr Oddeyrarskóla í VMA. "Kjósendur voru orðnir það margir að í Oddeyrarskóla voru ákveðnar kjördeildir alltaf að stíflast. Því var ákveðið að flytja kjörstaðinn, auk þess sem aðgengi að VMA er mun betra en að Oddeyrarskóla." Það mun taka kjósendur á Akureyri lengri tíma nú en vanalega að kjósa, þar sem einnig er kosið um sameiningu Grímseyjar og Akureyrar. Kjósendur fá í hendur tvo kjörseðla, auk þess sem kjörskráin er tvöföld. Helgi Teitur segir að þeir séu ekki jafn margir sem mega kjósa um sameinginu og til Alþingis. "Viðmiðunardagsetning á því hvenær má kjósa um sameiningu er önnur en í alþingiskosningunum. Það þarf því að merkja við alla kjósendur á tveimur stöðum, í kjördeildunum verða tveir kjörkassar og er mjög mikilvægt að fólk setji kjörseðlana í réttu kjörkassanna."
Helgi Teitur vonast til að bæjarbúar sýni þolinmæði á laugardag en hvetur þá jafnframt til að hafa persónuskilríki með mynd meðferðis á kjörstað. Á kjörskrá á Akureyri eru rúmlega 12.800 manns og í Grímsey er kjósendur 58 talsins.