Vrenko samdi til tveggja ára hjá Þór

Magnús Traustason í stjórn knattspyrnudeildar Þórs og Janez Vrenko við undirritunina í dag. Mynd: He…
Magnús Traustason í stjórn knattspyrnudeildar Þórs og Janez Vrenko við undirritunina í dag. Mynd: Heimasíða Þórs.

Janez Vrenko, slóvenski varnarmaðurinn í knattspyrnuliði Þórs, verður áfram með liðinu en hann skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs. Þetta eru góð tíðindi fyrir norðanliðið en Vrenko var einn besti leikmaður liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Þórsarar féllu sem kunnugt er niður í 1. deild í sumar en þar sem þeir léku til úrslita í bikarnum gegn KR leika þeir í Evrópukeppninni á næsta ári.

Vrenko var einn fjórum erlendum leikmönnum í Þór sem voru með lausa samninga eftir tímabilið. Enn er óvíst hvort þeir Clarke Keltie og David Disztl leiki áfram með liðinu næsta sumar, en Aleksandar Linta mun ekki snúa aftur. Þór kemur til með að halda öllum íslensku leikmönnum liðsins, sem og Szrdjan Rajkovic markverði, og hefur stefnan verið sett beinustu leið upp í úrvalsdeild á ný undir stjórn Páls Viðars Gíslasonar.

Nýjast