Vöruþróunarverkefni skapa ný tækifæri fyrir reglulegt flug um Akureyrarflugvöll

Fjöldi nýrra hugmynda kom fram á vinnustofu ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi í gær. Á þriðja tug fyrirtækja í ferðaþjónustu hófu vinnu við þróunarverkefni sem ætlað er að efla samkeppnishæfni svæðisins. Vinnustofan var sett upp út frá markmiðum Flugklasans Air 66N um að styðja við aukið millilandaflug til Akureyrarflugvallar og gera Norðurland að eftirsóttum áfangastað allt árið um kring.  

Settir voru af stað starfshópar sem munu á næstu vikum vinna að þróunar- og nýsköpunarverkefnum um allt Norðurland. Góð þátttaka var í vinnustofunni en samvinna og bjartsýni voru það sem einkenndi hópinn sem tekur nú þátt í einni af mörgum aðgerðum í þá átt að koma á reglulegu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll, að sögn Arnheiðar Jóhannsdóttur verkefnisstjóra hjá Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi.

Nýjast