„Voru bara einhverjir sérvitringar sem að stunduðu skíðagöngu“

Ólafur Björnsson. Mynd/Daníel Starrason
Ólafur Björnsson. Mynd/Daníel Starrason

Gönguskíðaæðið á landinu hefur varla farið framhjá mörgum en nánast annar hver maður stundar nú sportið af harðfylgi. Ólafur Björnsson hjá Skíðafélagi Akureyrar hefur ekki farið varhluta af áhuga Akureyringa og annarra landsmanna á gönguskíðasportinu. Ólafur, sem starfar sem kennari við VMA í aðalstarfi, ræddi við Vikublaðið um íþróttina vinsælu. „Skíðafélag Akureyrar heldur úti reglulegum æfingum fyrir börn og unglinga. Einnig eru vikulegar æfingar fyrir fullorðna. Þar fjölgaði svo mikið í vetur að við þurftum að skipta fólki í fleiri hópa. Það eru tveir svokallaðir byrjendahópar, einn millihópur fyrir fólk með svolitla reynslu og svo er framhaldshópur þar sem stundum er tekið ansi vel á því. Þetta eru sirka 100 manns sem að eru á þessum vikulegu æfingum. Þar erum við þrír þjálfarar. Það hefur verið mikið að gera í námskeiðshaldi og æfingum í vetur en sérstaklega hefur iðkun fullorðinna sprungið út og við erum með tugi manns sem mæta á vikulegar æfingar hjá Skíðafélaginu,“ segir Ólafur. Þá segir hann mikla fjölgun hjá þeim sem stunda skíðagöngu sér til ánægju og heilsubótar.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast