Vormót HFA í blíðskaparveðri

Það var rosalegur endaspretturinn hjá sumum. Mynd: Ármann Hinrik
Það var rosalegur endaspretturinn hjá sumum. Mynd: Ármann Hinrik

Vormót Hjólreiðafélags Akureyrar fór fram í blíðskaparveðri á Akureyri í gær sunnudag.

Hringurinn sem hjólaður var er svokallaður Eyjafjarðarhringur sem er 26 km. Keppt var í karla og kvennaflokkum og einnig var hægt að hjóla einn hring, tvo eða þrjá. Þá var boðið upp á fjallahjólaflokk og götuhjólaflokk.

Vormót HFA hefur vaxið talsvert frá því það var fyrst haldið 2014 en þá tóku 16 manns þátt. Í gær kepptu 50 reiðhjólamenn sem komu frá Akureyri og víðar á Norðurlandi og einnig komu þátttakendur frá suðvesturhorninu og voru sigursælir. Dúi Ólafsson (HFA) var einn þeirra sem kepptu, hann var í skýjunum með daginn. „Þetta var bara æðislegt, yndislegt veður og allt frábært,“ sagði hann í samtali við dagskrána.is að lokinni keppni. Verðlaunahafa í hverjum flokki má sjá hér að neðan ásamt nokkrum myndum. /epe.

HAK 2016

Hak 2016

 

Skoða má fleiri myndir hér

Einn hringur fjallahjól konur:
1. Selma S Malmquist
2. Erna María Halldórsdóttir
3. Sara rut Unnarsdóttir

Einn hringur fjallahjól karlar:
1. Þórhallur Másson
2. Árni Stefánsson

Einn hringur götuhjá konur:
1. Brynja Finnsdóttir

Einn hringur götuhjól karlar:
1. Gunnar Atli Fríðuson
2. Ríkharður Guðjónsson
3. Viktor Axel Þorgeirsson

Tveir hringir konur:
1. Björk Kristjánsdóttir
2. Friðrika Marteinsdóttir
3. Freydís Heba Konráðsdóttir

Tveir hringir karlar:
1. Sigmar Benediktsson
2. Tryggvi Kristjánsson
3. Yngvi Yngvason

Þrír hringir karlar:
1. Óskar Ómarsson
2. Hafsteinn Ægir Geirsson
3. Rúnar Karl Elfarsson

 

Nýjast