Vorhreinsun að hefjast

Vorið er í loftinu. Mynd/Akureyri.is
Vorið er í loftinu. Mynd/Akureyri.is

Á Akureyri fer fram vorhreinsun í hverfum bæjarins þegar snjór og klaki er farinn af götum og stéttum. Stofnbrautir, tengi- og safngötur, húsagötur og gönguleiðir eru sópaðar.

Á vef Akureyrarbæjar segir að áður en sópað er í einstökum hverfum/húsagötum eru íbúar látnir vita á síðu viðkomandi hverfis á Facebook auk þess sem merkingar eru settar upp í hverfinu áður en byrjað er að sópa. Þvottur á götum er ekki hluti af þessari vorhreinsun, enda eru götur almennt sópaðar áður en þær eru þvegnar.

Íbúar eru hvattir til að sópa og þrífa við hús sín áður en götur eru sópaðar. Til að auðvelda þrifin eru íbúar einnig hvattir til að færa bifreiðar sínar og önnur farartæki af almennum svæðum í götum. Ekki er farið inn fyrir lóðarmörk til að sópa.

Í þessari viku er fyrirhuguð vorhreinsun á Oddeyri og í Innbæ.


Athugasemdir

Nýjast