Vorboði á Húsavík

Sumir vilja meina að koma fyrstu skemmtiferðaskipanna sé ávísun á að vorið sé komið. Mynd: epe
Sumir vilja meina að koma fyrstu skemmtiferðaskipanna sé ávísun á að vorið sé komið. Mynd: epe

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, Ocean Diamond  lagðist að bryggju á Húsavík snemma í morgun. Skipið er á siglingu hringinn í kringum landið og endar í Reykjavík á þriðjudagsmorguninn n.k. en skipið lagði úr höfn frá Hamburg fyrr í þessum mánuði.

Ocean Diamond sem er í eigu Iceland procruises tekur allt að 224 farþega, í skipinu eru 109 klefar og svítur og áhafnarmeðlimir eru 106. Skipið er 124 m. á lengd og 16 m. á breidd, smíðað 1986 og gert upp 2012.

Iceland procruises sérhæfa sig í ævintýrasiglingum um við Íslands- og Grænlandsstrendur. /epe.

Nýjast