Það er hálka, él og skafrenningur á Norðurlandi vestra. Þverárfjall er ófært en mokstur er hafinn. Á Austurlandi er
stórhríð á Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarði og Öxi en víðast hvar er snjóþekja, skafrenningur og ofankoma. Það er
hálka og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum en hálkublettir víða á Suðurlandi. Lyngdalsheiði er ófær. Á
Vesturlandi er víða nokkur hálka - og skafrenningur sumstaðar á heiðum. Á Vestfjörðum er búið að opna allar aðalleiðir en
það er hálka víðast hvar. - Minnt er á að sýna varúð vegna mikilla vegaskemmda á Óshlíð.
Þrátt fyrir leiðindaveður á Akureyri var nóttin erilsöm hjá lögreglunni. Fjölmargir voru á ferli og var nokkuð um pústra.
Tilkynnt var um tvær líkamsárásir og þá var ökumaður stöðvaður, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.