Von á næturfrosti
Í dag gengur norðlæga áttin niður, léttir smám saman til um landið vestanvert og einnig dregur úr rigningunni fyrir norðan og austan, en áfram rignir suðaustanlands, segir í veðurskeyti Veðurstofunnar í morgun.
Í kvöld og nótt verður víða hægviðri og þar sem létt hefur til má búast við að hitastigið geti farið niðurfyrir frostmark, einkum þó fyrir norðan. „Enda kominn sá árstími og nóttina tekið að lengja,“ segir Veðurstofan. Á morgun má síðan reikna með mildara lofti aftur upp að landinu og minnkar það líkurnar á næturfrosti að svo stöddu.