4. sept - 11. sept - Tbl 36
Völsungur í undanúrslit Kjörísbikarsins
Völsungur tryggði sér á laugardag sæti í undanúrslitum Kjöríssbikars kvenna í blaki með sigri í dramatískum leik á móti Álftanesi.
Heimastúlkur byrjuðu af krafti og unnu fyrstu tvær hrinurnar 26-24. Álftanes unnu svo næstu tvær hrinur (12-25 og 20-25). Í oddahrinunni var jafnt á nær öllum tölum en í stöðunni 13-13 átti Álftanes tvö misheppnuð smöss í röð og þar með tryggði Völsungur sér verðskuldaðan sigur í leiknum, 3-2!
Fyrirliði Völsungs var hún Tamara Kaposi-Pető og má með sanni segja að hún hafi barist af öllum kröftum fyrir lið sitt, jafnvel eftir að hafa misst andann eftir harkalegt fall í gólfið í 4. hrinu.
Völsungur mun mæta liði KA í fyrri undanúrslitaleik Kjöríssbikarsins í Digranesi nk. föstudag 12. mars kl. 17:00. Seinni viðureignin hefst kl. 20:00 og eru það Afturelding og HK sem eigast við.
„Það var gríðarmikil stemming í höllinni á laugardag og voru um 110 áhorfendur mættir á pallana. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn! Áfram Völsungur!“ sagði Tamás Kaposi, þjálfari Völsunga að leik loknum.
Athugasemdir