Völsungar töpuðu naumlega á heimavelli
Blaklið Völsungs mátti þola sinn fyrsta ósigur á tímabilinu þegar lið Álftaness B kom sá og sigraði í íþróttahöllinni á Húsavík í 1. deild kvenna í blaki.
Gestaliðið byrjaði frábærlega og vann fyrstu og aðra hrinu örugglega. Í þriðju hrinu gerði þjálfari liðsins, Tamás Kaposi breytingar á liðinu sínu og Völsungsstelpurnar tóku svo sannarlega við sér og unnu 3. hrinu sannfærandi. Fjórða hrina var jafnari en Völsungur náði hrinunni einnig. Í oddahrinu leiddu heimastúlkur lengst af en reynsla gestanna skilaði þeim sigri á lokametrunum.
Stigahæstar Völsunga voru Tamara Kaposi-Pető með 30 stig, Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir með 26 stig og Sigrún Marta Jónsdóttir með 10 stig.
„Við höldum ótrauð áfram, engin ástæða til annars,“ segir Tamás Kaposi þjálfari Völsungs en næsti leikur í deildinni er gegn HK b nk. laugardag. Hann er í íþróttahöllinni á Húsavík og hefst kl. 16:15.
Athugasemdir