VMA í hóp heilsueflandi framhaldsskóla

Í vikunni var opnunarhátíð í Verkmenntaskólanum á Akureyri, sem skólinn tók við fána og skyldi verkefnisins; Heilsueflandi framhaldsskóli, sem er verkefni á vegum Landlæknisembættisins.  

Á hátíðinni mynduðu nemendur og starfsmenn keðju í kringum skólann, en formaður nemendafélagsins, Friðrik Gunnarsson, bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, Sveina Björk Jóhannesdóttir kennari og Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA hlupu með fána verkefnisins hringinn í kringum skólann og að flöggstöng, þar sem fáninn var dregin að hún. Einnig var skjöldur verkefnisins afhjúpaður en hann var settur upp við skrifstofu nemendafélagsins. Við athöfnina kom fram að VMA væri fimmti framhaldsskólinn til að taka þátt í verkefninu en markmiðið að er að efla skólastarfið enn frekar, til hagsbóta fyrir bæði nemendur og starfsfólk.

Nýjast