Vitlaus Haukur Heiðar fékk SMS frá KSÍ
Akureyringurinn Haukur Heiðar Hauksson verður í eldlínunni með íslenska karlalandsliðinu á EM í fótbolta sem fram fer í Frakklandi í sumar. Þegar hópurinn var tilkynntur með pompi og prakt í vikunni var leikmönnum tilkynnt með SMS frá KSÍ hvort þeir færu með eða ekki og voru skilaboðin send hálftíma fyrir blaðamannafundinum þar sem leikmannahópurinn var kynntur.
Hins vegar fékk Haukur Heiðar ekkert SMS, en alnafni hans, Haukur Heiðar Hauksson söngvarinn kunni í hljómsveitinni Diktu, fékk hins vegar SMS. Skrifaði söngvarinn á Facebook-síðuna sína að það hafi komið honum skemmtilega á óvart að fá SMS um að vera valinn í landsliðshópinn.
Haukur Heiðar söngvari Diktu fékk óvænt SMS frá KSÍ
Haukur Heiðar segir m.a. frá þessari skondnu uppákomu í viðtali um landsliðsvalið á EM og mótið sem er framundan í sumar í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær.
-Vikudagur, 12. maí