Vísindaskóli unga fólksins hlaut styrk úr samfélagssjóði Norðurorku nú í janúar. Sigrún Stefánsdóttir tók við styrknum fyrir hönd skólans. Að þessu sinni hlutu 45 verkefni styrk og var heildarfjárhæð styrkja sjö milljónir króna.
Anna Lóa Ólafsdóttir, meistaranemi í heilbrigðisvísindum, hlaut styrk fyrir verkefnið Einn blár strengur - átaksverkefni um kynbundið ofbeldi. Verkefnið varð til á námskeiðinu Sálræn áföll og ofbeldi í framhaldsnámsdeild heilbrigðisvísindasviðs þar sem nemendum var boðið að vera þátttakendur í átakinu og vinna verkefni í tengslum við það.
Norðurorka hf. auglýsti eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna um miðjan október s.l. og rann umsóknarfrestur út þann 14. nóvember. Áhersla er lögð á verkefni á Eyjafjarðarsvæðinu og í Þingeyjarsveit þ.e. starfssvæði Norðurorku en styrkir hafa þó farið á verkefni á landsvísu einnig.