Breiðablik og Þór/KA eigast við í kvöld í 8- liða úrslitum VISA- bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Á föstudaginn var mættust liðin í deildinni á Akureyrarvelli sem endaði með 2-0 sigri Þórs/KA. Dragan Stojanovic, þjálfari Þórs/KA, var staddur í rútu á leiðinni suður þegar Vikudagur heyrði í honum hljóðið fyrir leikinn í kvöld.
„Það er fín stemmning í hópnum og við erum bjartsýn fyrir leikinn, það þýðir ekkert annað. Við höfum ekki sett okkur nein markmið í þessari keppni og tökum bara einn leik fyrir í einu. Þetta verður örugglega hörkuleikur og við ætlum að reyna okkar besta til þess að vinna. Breiðablik mætir væntanlega af mikilli hörku í leikinn og ég reikna með að þær muni pressa okkur stíft, en við munum bara spila okkar bolta," sagði Dragan.
Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:15 og er leikið á Kópavogsvelli.