VISA- bikar: Þór/KA mætir Breiðablik

Nú í hádeginu var dregið í 8- liða úrslit VISA- bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Þór/KA dróst gegn Breiðablik. Þar sem Þór/KA dróst sem seinna lið upp úr pottinum fær Breiðablik heimaleikjaréttinn. Það er því ljóst að ekki er um óskadrátt að ræða fyrir stúlkurnar í Þór/KA. Leikurinn fer fram þriðjudaginn 7. júlí næstkomandi kl. 19:15 á Kópavogsvelli.

Nýjast