„Virðingarleysið hjá ríkinu er algjört"

Eiríkur Björn Björgvinsson. Mynd/Þröstur Ernir
Eiríkur Björn Björgvinsson. Mynd/Þröstur Ernir

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri segir samskiptin við ríkisvaldið vera það sem svíður mest á sínum átta árum sem bæjarstjóri. Eiríkur hættir störfum í vor og í ítarlegu viðtali í Vikudegi ræddi hann meðal annars samskiptin við ríkið.

„Jákvæðu hlutirnir standa uppúr en það sem hefur verið hvað erfiðast í þessu eru samskiptin við ríkið. Það hefur farið ótrúlegur tími og orka í að eiga við ríkiskerfið og berjast fyrir hinum og þessum málum. Þetta er eitthvað sem verður að breytast. Virðingarleysið hjá ríkinu gagnvart sveitarstjórnarstiginu er algjört og gengur ekki lengur.

Maður finnur allt of lítinn skilning hjá ráðamönnum og stjórnvöldum. Ég er helst ósáttur með hversu lítill árangur hefur náðst í baráttunni við ríkið og þetta gildir ekki bara um Akureyri, heldur sveitarstjórnarstigið almennt. Þegar ég horfi til baka og er að skilja við starfið þá hefði ég viljað sjá samskiptin við ríkið skila meiri árangri,“ segir Eiríkur Björn.

Nálgast má viðtalið við Eirík Björn í heild í prentúgáfu blaðsins.

Nýjast