Virðingarleysi kjörinna fulltrúa í garð kjósenda!

Harpa Steingrímsdóttir og Atli Vigfússon.
Harpa Steingrímsdóttir og Atli Vigfússon.

Í 14. tölublaði Skarps, 6. apríl s.l., birtust þrjár greinar frá íbúum í Norðurþingi.

Stefán Guðmundsson skrifaði harðvítuga krítík á Norðursiglingu; Harpa Steingrímsdóttir reit opið bréf til sveitarstjórnar Norðurþings þar sem hún varpaði fram spurningum um húsaleigu og óskaði svara með „von um skjót viðbrögð; og Atli Vigfússon á Laxamýri skrifaði greinina: Gleymdist Reykjahverfi? Þar sem hann vakti máls á ýmsum málefnum sem varða þann hluta Norðurþings sem hann býr í, Reykjahverfi.

Þetta var sem sé 6. apríl s.l. Og nú 21 degi og 2 blöðum síðar hafa engin svör borist. Ég geri enga athugasemd við það að Norðursiglingarmenn kjósi að svara ekki grein Stefáns, það er bara þeirra mat og mál. En ég geri alvarlegar athugasemdir við viðbrögð kjörinna fulltrúa Norðurþings. Mér finnst þessi þögn einfaldlega bæði virðingarleysi og dónaskapur kjörinna fulltrúa við hæstvirta kjósendur. Sem þeir kepptust við að reyna að vinna á sitt band með greinaskrifum í Skarpi og víðar fyrir síðustu kosningar og lofuðu þá öllu fögru, ekki síst ýmsir þeirra gagnsæi og nánari sambandi og samskiptum við íbúa í Norðurþingi. /JS.

Nýjast