Vinnur KA þriðja leikinn í röð?

Fjórir leikir fara fram í 16. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Á Akureyrarvelli tekur KA á móti Þrótti R. og hefst leikurinn kl. 19:00. KA hefur verið á ágætri siglingu eftir dapurt gengi í sumar. Norðanmenn hafa unnið tvo leiki í röð og fengið 7 stig af síðustu 9 mögulegum. KA-menn eru komnir upp í áttunda sæti deildarinnar með 17 stig, en Þróttur hefur 23 stig í fimmta sæti.

 

Leikir kvöldsins:

Leiknir R.-Víkingur Ó. 19:00 Leiknisvöllur

HK-Selfoss 19:00 Kópavogsvöllur

Grótta-ÍR 19:00  Gróttuvöllur

KA-Þróttur R. 19:00 Akureyrarvöllur

Nýjast