11. apríl, 2010 - 10:22
Fréttir
Einn miðaeigandi hafði heppnina heldur betur með sér að þessu sinni en hann var með allar tölurnar réttar í lottóinu í
gærkvöld og fær rúmlega 28,3 milljónir króna í vinning. Hann keypti miðann sinn í Hagkaupum við Furuvelli á Akureyri.
Sjö miðaeigendur voru með fjórar réttar tölur auk bónustölu og fær hver um sig rúmlega 110 þúsund kall í vinning.
Þeir keyptu miðana sína á eftirtöldum stöðum; Foldaskálanum, Hverafold í Reykjavík - Happahúsinu, Kringlunni í
Reykjavík - Olís á Höfn - Select við Hagasmára, Kópavogi - N1 við Ægissíðu, Reykjavík - og tveir miðar eru í
áskrift, segir vef Íslenskrar getspár.