Vinna við Dalsbraut hefst á næsta ári
Nú stendur yfir vinna við deiliskipulag vegna Dalsbrautar og nágrennis en fyrirhugað er að hefja framkvæmdir við gatnagerðina strax á næsta ári. Ólafur Jónsson tók málið upp í skipulagsumræðunni á síðasta bæjarstórnarfundi og gagnrýndi hversu ógegnsætt ferlið hefði verið með þeta skipulag og hversu illa kynnt það væri. Þannig héldu margir að þarna ætti jafnvel að koma vistgata.
Oddur Helgi Halldórsson var til andsvara og sagði fráleitt ef einhverjum gæti dottið í hug að þarna ætti að vera vistgata með 15 km hámarkshraða. Hins vegar tók hann undir að staðurinn væri viðkvæmur og menn mættu treysta því að vegalagningin yrði í fullri sátt bæði við skólastarfið í Lundaskóla og íþróttastarfið hjá KA.