Vinna Akureyringar í þriðju tilraun?

Geir Guðmundsson í baráttunni með Akureyri gegn HK í leik liðanna í Höllinni á dögunum.
Geir Guðmundsson í baráttunni með Akureyri gegn HK í leik liðanna í Höllinni á dögunum.

Eftir þrjá útileiki í röð leika Akureyringar loksins heimaleik í kvöld er liðið fær HK í heimsókn í Höllina kl. 19:00 í N1-deild karla í handknattleik. Síðasti heimaleikur Akureyrar var einmitt gegn HK fyrir rúmlega mánuði síðan en þá hafði HK betur í hörkuleik, 27-25. Norðanmönnum hefur gengið erfiðlega með Kópavogsliðið í vetur og tapað báðum viðureignunum en HK hafði einnig betur, 30-27, á heimavelli sínum í haust. Akureyri hefur unnið þrjá útileiki í röð í deildinni, tvo gegn Gróttu og nú síðast gegn Afureldingu, 28-23, og er liðið í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig, stigi á eftir HK sem er í þriðja sæti með 21 stig.

„Þessi leikur leggst vel í mig. Við erum búnir að vera á fínu róli en höfum hins vegar verið að spila við tvö neðstu liðin. Núna taka erfiðari liðin við,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, í samtali við Vikudag. „Þetta er mjög mikilvægur leikur og við erum staðráðnir í því að láta HK ekki vinna okkur í þriðja sinn í vetur.

Nánar er rætt við Atla í Vikudegi í dag.

Nýjast