Rokkleikurinn Vínland var frumsýndur hjá Freyvangsleikhúsinu í Eyjafjarðarsveit þann 20. febrúar sl. Helgi skrifaði grunninn að Vínlandi fyrir um tveimur árum en hann lauk við að fínpússa verkið fljótlega eftir að Freyvangsleikfélagið fór að sýna því áhuga. Tónlistin sem er eftir Helga og hljóðfæraleikarana er ákaflega fjölbreytt. Söngleikurinn byggir á Grænlendingasögu og Eiríkssögu rauða og á fornri íslenskri arfleið þar sem við sögu koma víkingar, þrælar, skrælingjar og valkyrjur. Leikstjóri Vínlands er Ólafur Jens Sigurðsson en alls komu 50-60 manns að uppfærslunni, þar af 24 leikarar.