Gísli var við æfingar ásamt félögum sínum í hjólahóp frá líkamsræktarstöðinni Bjargi á Akureyri. Við fallið hlaut Gísli hryggbrot og alvarlegan mænuskaða. Afleiðingar slyssins eru þær að hann er lamaður fyrir neðan brjóstkassa. Gísla bíður löng sjúkrahúslega og endurhæfing. Þetta er mikið áfall fyrir hann, konu hans og fjögur börn og mikilvægt að fjárhagslegar áhyggjur bætist ekki ofan á það sem fyrir er. Fyrir liggja ferðalög fyrir fjölskyldu hans til að styðja við hann í Reykjavík þar sem hann liggur á sjúkrahúsi, auk kostnaðar sem fylgir því að laga sig að breyttum aðstæðum. Í kringum söfnunina verður skíðastaðasprettur þann 20 september nk. og nánari upplýsingar um sprettinn verða á http://www.bjarg.is/
Það er einlæg ósk og trú aðstandenda að sem flestir geti lagt Gísla lið með fjárframlagi. Hver og einn ræður upphæðinni en það eina sem þarf að gera er að millifæra á söfnunarreikning fyrir Gísla.
Reikningurinn er skráður á nafn og kennitölu Gísla. Reikningsnúmerið er: 0565-14-400216.
Kennitala: 180561-7069.