Vinabæjarmót í Dalvíkurbyggð
Auk þessa er sérstakt mót ungmennaráða í gangi, en það hófst í gær og er að Húsabakka í Svarfaðardal. Það sækja um 15 ungmenni frá vinbæjunum. Dagskrá vinabæjarmótsins hefst með setningu í Bergi kl. 10 í fyrramálið. Á dagskrá þessa daga eru tveir fundir. Fundarefnin eru: Menning og mikilvægi hennar fyrir samfélögin og Lýðræði - hvar er eins og hvar er ólíkt. Í grunninn má segja að verið sé að velta upp þeirri grunn spurningu hvað við getum lært hvert af öðru. Auk fundarstarfa verður m.a. farið í skoðunarferð um sveitarfélagið, skemmtidagskrá verður i Bergi á vegnu norræna félagsins í Dalvíkurbyggð o.fl. Áætlað er að dagskránni ljúki sunnudaginn 3. júlí með hátíðarmessu í Dalvíkurkirkju. Síðast var vinabæjarmót haldið í Dalvíkurbyggð 2001 en þau eru haldin annað hvert ár, til skiptis í vinabæjunum.