Vímuakstur og fíkniefni á Akureyri
Lögreglan á Akureyri stöðvaði mann á þrítugsaldri grunaðan um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna í morgun. Í framhaldinu var gerð húsleit á heimili hans þar sem fundust um 100 grömm af kannabisefnum sem voru haldlögð. Maðurinn var látinn laus að lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.