Villi Páls og Védís heiðruð um viðburðaríka blakhelgi

Védís Bjarnadóttir og Vilhjálmur Pálsson tóku við smá þakklætisvotti. það voru þau Arney Kjartansdót…
Védís Bjarnadóttir og Vilhjálmur Pálsson tóku við smá þakklætisvotti. það voru þau Arney Kjartansdóttir og Andri Már Sigursveinsson sem afhentu þeim glaðninginn. Mynd:epe

Í ár fagnar íþróttafélagið Völsungur 90 á afmæli sínu og mun hver deild innan félagsins verða með einhverskonar viðburð tengdan afmælisárinu.

Blakdeils Völsungs reið á vaðið og hélt sitt 22.  Nýársmót þar sem að um 50 lið víðs vegar af Norður- og Austurlandi  komu og voru spilaðir 98 leikir.

Helginni lauk svo á leik Meistaraflokks Völsungs og Þóttar Reykjavík í í Mizunodeild kvenna.

Villi Páls og Védís heiðruð

Fyrir leik voru þau heiðurshjón Vilhjálmur Pálsson og Védís Bjarnadóttir heiðruð fyrir framlag þeirra til blakíþróttarinnar á Húsavík. Þau hjónin komu til Húsavíkur upp úr 1960 og reistu þann grunn sem blakmenning Húsavíkur stendur á í dag. „Með jákvæðni, baráttu og trú komu þau blakmenningu okkar af stað. Síðan þá hafa margir góðir tekið við keflinu og í dag sjáum við, að við eigum mjög svo mikið af efnilegu blakfólki, sem mun áfram halda blakinu á lofti hér á Húsavík,“ sagði Erla Bjarnadóttir í ræðu við tilefnið.

„Á þessum tímamótum viljum við í Blakdeild Völsungs, heiðra Vilhjálm Pálsson og Védísi Bjarnadóttur fyrir óeigingjarnt starf í þágu blaksins á Húsavík. Þau eru svo sannarlega búin að standa vaktina og eru enn að. Fyrstu gestir í hús um helgina voru þau hjónin, því eftir að þau hættu störfum sem þjálfarar, hefur annað hlutverk tekið við hjá þeim; þau eru klárlega stuðningsmenn nr. 1.,“ sagði jafnframt í ræðunni.

Handhafar hvatningarverðlauna blakdeildar Völsungs þau Arney Kjartansdóttir og Andri Már Sigursveinsson afhentu Védísi og Vilhjálmi þakklætisvott frá blakdeildinni.

Völsungar voguðu sér ekki annað en að vinna leik sinn gegn Þrótti á þessum merkisdegi. Þetta var hörkuviðureign þar sem hart var barist.

Kvennablaklið völsungs

Völsungar höfðu fyrstu hrinuna naumlega 25/22. Þróttarkonur komu sterkar inn í aðra hrinu og höfðu betur 16/25 en lengra komust Þróttarar ekki. Völsungur vann tvær næstu hrinur 25/14 og 25/13. Lokatölur því 3-1 Völsungum í vil.

 

 

 


Athugasemdir

Nýjast