Vill vita afstöðu ráðherra til Heimskautagerðisins

Hluti Heimskautagerðisins
Hluti Heimskautagerðisins

Eins og komið hefur fram í fréttum RÚV hefur Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna í Norðaustur-kjördæmi hefur beint fyrirspurn til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um afstöðu hennar til áframhaldandi uppbyggingar Heimskautsgerðisins á Raufarhöfn og hvort hún ætli að beita sér fyrir frekari fjárveitingum í verkefnið.

Heimskautsgerðið á Raufarhöfn er listaverk, sem myndlistamaðurinn Haukur Halldórsson hannaði. Hugmyndin er sú að verkið verði sólúr, gert úr stórum og miklum steinum. Illa hefur gengið að klára verkið, en upphaflega var stefnt að því að það yrði fullklárað árið 2007. Verkefnið hefur fengið stuðning ríkisins á fjárlögum, á árunum 2007-2008 og 2010-2011. 

Nýjast