Vill skoða þann möguleika að loka Göngugötunni alfarið yfir sumarið

Samsett mynd.
Samsett mynd.

Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar, veltir því fyrir sér hvort loka ætti Göngugötunni á Akureyri alfarið yfir sumarmánuðina. Hilda Jana greinir frá þessum pælingum sínum á Facebooksíðu sinni og kallar jafnframt eftir skoðunum fólks, sem hefur ekki látið á sér standa.

Göngugatan, eða Hafnarstræti er lokuð fyrir bílaumferð fimmtudaga, föstudaga og laugardaga í júní og ágúst frá kl:11-17 og alla daga í júlí á sama tíma.

"Er stemning fyrir því að loka henni alveg fyrir bílaumferð a.m.k. yfir þessa þrjá sumarmánuði eða færi allt á límingunum? Ég væri ákaflega til í að heyra hvaða skoðun þið hafið," skrifar Hilda Jana og eru afar líflegar umræður á Facebook-veggnum hennar.

 


Athugasemdir

Nýjast