Vill reisa litla menningarmiðstöð á gömlu Öxnadalsbrúnni

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar hefur samþykkt að erindi frá Erni Inga Gíslasyni myndlistarmanni verði sent Skipulagstofnun til umsagnar en hann hefur óskað eftir leyfi til að reisa litla menningarmiðstöð á gömlu Öxnadalsbrúnni.  

Erindinu fylgdi skrifleg yfirlýsing umráðanda brúarinnar og eigenda þeirra jarða, sem brúarendarnir eru í, þar sem þeir fyrir sitt leyti heimila að kannað verði hvort leyfi fæst hjá opinberum aðilum fyrir byggingu menningarmiðstöðvarinnar.

Nýjast