Vilja stoppistöð fyrir strætó á öruggari stað

Þessi mynd var tekinn árið 2017 þegar Vikublaðið fjallaði fyrst um hættuna af því að farþegar þurfi …
Þessi mynd var tekinn árið 2017 þegar Vikublaðið fjallaði fyrst um hættuna af því að farþegar þurfi að fara út á götu til að sækja farangurinn. Ekkert hefur verið aðhafst í málinu en nú á að bregðast við. Mynd/Þröstur Ernir.

Skipulagsráð Akureyrarebæjar hefur falið sviðsstjóra skipulagssviðs að skoða möguleika á að koma stoppustöð landsbyggðarstrætós fyrir á nýjum stað í samvinnu við umhverfis- og mannvirkjasvið. Í erindi Samtaka ferðaþjónustunnar í byrjun júní er óskað eftir að Akureyrarbær heimili almenningsvögnum í landsbyggðaakstri að taka upp farþega inni á bílastæði austan við Hof í staðinn fyrir á núverandi svæði í Strandgötu.

Samtök ferðaþjónustunnar ásamt framkvæmdastjóra SBA og fulltrúa hópbifreiðanefndar SAF, sátu fund með sviðstjóra skipulagssviðs Akureyrarbæjar þar m.a. var rætt um biðstöður almenningsvagna í landsbyggðaakstri og mikilvægi þess að athafnasvæði slíkra stæða mæti kröfum um umferðaröryggi og aðgengi farþega. Benda Samtök ferðaþjónustunnar á að farangursrýmið er opnað út í götu sem skapar mikla hættu fyrir umferð á svæðinu, fyrir bílstjóra og farþega.

 


Nýjast