05. júní, 2008 - 16:44
Fréttir
Bæjarráð hefur samþykkt að heimila vinnuhópi um framtíðarskipulag Akureyrarvallar, að leggja fram tillögur um stærra svæði en
skipunarbréf gerði ráð fyrir og að Laxagötureitur að Oddeyrargötu verði hluti af umfjöllunarefni hópsins.
Fyrri afmörkun náði að Smáragötu í suðri, en óskað er eftir að svokallaður Laxagötureitur að Oddeyrargötu verði innan
þeirrar afmörkunar. Ástæður þessa eru nýjar forsendur m.a. vegna breytts eignarhalds á svæðinu og sú staðreynd að
nauðsynlegt er að skoða framtíðarlausnir er varða tengingar frá svæðinu að Ráðhústorgi.