Vilja skoða sameiningu sjö sveitarfélaga í Eyjafirði

Akureyrarbær hyggst kanna hug sveitarfélagana í kring um sameiningu í eitt sveitarfélag.
Akureyrarbær hyggst kanna hug sveitarfélagana í kring um sameiningu í eitt sveitarfélag.

Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að óska eftir samstarfi við önnur sveitarfélög í Eyjafirði um að gera fýsileikakönnun á sameiningu sveitarfélaganna í eitt sveitarfélag. Þá verði jafnframt skoðað hvort aðrar sameiningar þyki fýsilegri í ljósi aðstæðna.

Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, lagði fram bókun þess efnis sem var sam­þykkt með 9 atkvæðum. Um er að ræða sameiningu sjö sveitarfélaga sem eru Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Dalvík og Fjallabyggð. 

Nánar er fjallað um málið í Vikudegi sem kom út í dag.

Nýjast