Vilja nýta heita vatnið í Vaðlaheiðargöngum

Mynd/Valgeir Bergmann.
Mynd/Valgeir Bergmann.

Fyrirtækið EIMUR, í samstarfið við Íslensk verðbréf og Vaðlaheiðargöng, eru með í undirbúningi hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns á Norðurlandi eystra með áherslu á nýtingu heita vatnsins í Vaðlaheiðargöngum. Engar skorður verða settar varðandi hverskonar nýting er lögð til.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri EIMS, segir ætlunina vera að fá fram fjölbreyttar hugmyndir um hvernig megi nýta lághitavatn, en nánar er fjallað um þetta mál í Vikudegi sem kemur út í dag.

 

Nýjast