Vilja nýjan kirkjugarð í Naustaborgum

Plássið fer ört minnkandi í Naustahöfðanum og framkvæmdastjóri KGA segir að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið að finna framtíðarvæði. Mynd/Þröstur Ernir
Kirkjugarðar Akureyrar (KGA) hafa óskað eftir því við bæjaryfirvöld að útbúa nýjan kirkjugarð í Naustaborgum og að þar verði framtíðarsvæði garðsins. Plássið á Naustahöfðanum minnkar hratt og verður orðið fullt eftir um 20 ár. Framkvæmdastjóri KGA segir að bregðast þurfi fljótt við. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.